Blái hnötturinn, Draumalandið, Love Star ….

Sagan af bláa hnettinum - Kápumynd Áslaugar Jónsdóttur

 

 

Sagan af bláa hnettinum – Kápumynd Áslaugar Jónsdóttur

 

 

Sagan af bláa hnettinum

Á bláum hnetti lengst úti í geimnum búa ótal börn sem fullorðnast ekki. Þetta eru eiginlega villibörn því enginn skipar þeim fyrir verkum. Börnin sofna þar sem þau verða þreytt og borða þegar þau eru svöng en leika sér þar sem þeim dettur í hug. Eitt kvöldið þegar Brimir og Hulda eru stödd í Svörtufjöru birtist stjarna á himni sem stefnir beint á þau! Stjarnan lendir í fjörunni með mikilli sprengingu en í reyknum mótar fyrir skuggalegri veru sem starir út í myrkrið. Þá hefst hættulegt ævintýri sem leiðir börnin um myrka skóga, djúpa dali og loftin blá. Reynir þá sem aldrei fyrr á vináttu og ráðsnilld barnanna á bláa hnettinum.

Sagan af Bláa hnettinum er komin út á 12 tungumálum. Leikritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2001 við miklar vinsældir og var sett upp í Toronto vorið 2005. Leikritið var tilnefnt til fimm Dora verðlauna. Það hefur einnig verið sett upp í Lahti og Vasa í Finnlandi, Maxim Gorky í Berlín og fjöldi áhugaleikhúsa hefur sett upp verkið. 

 

Sagan af bláa hnettinum hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1999, Janusz Korczak honorary award 2000 og Vestnorrænu Barnabókaverðlaunin 2001.

Hún er fáanleg á þessum tungumálum: Íslenska, danska, sænska, norska, finnska, eistneska, júgóslavneska, taílenska, grænlenska, franska, spænska, ítalska, færeyska, kóreska, japanska, gríska og norska

 

Útgefandi: Mál og menning, Reykjavík, 1999.

Myndir: Áslaug Jónsdóttir.

95 bls.

ISBN: 9979-3-1892-9.

Land: 

Ísland.