Blái hnötturinn, Draumalandið, Love Star ….

Ljóðasmygl og skáldarán kom út árið 1995. Þetta er fyrsta bók Andra Snæs Magnasonar og kom út hjá Nykri. Ljóðasmygl og skáldarán inniheldur ýmis ljóð sem Andri orti frá því hann var 17 ára þar til bókin kom út. Enn eru nokkur eintök til af þriðju prentun og má nálgast þau hjá höfundi eða í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi.